top of page

7 HIMNAR

Sjö himnar var yfirskrift sýningar minnar í Árbæjarkirkju árið 2009  Þetta var önnur “kirkjusýningin” mín.  Efnahagshrunið var í algleymingi og mikill þungi í þjóðlífinu. Óvissa, örvænting og reiði einkenndi samfélagið. 

Ég stóð í þeim sporum að sýna á stað sem er þrunginn merkingu og stundin líka allt annað en venjuleg. 

Úr varð sýningin Sjö himnar.  Himnarnir málaðir á hringlaga og sporöskjulaga myndfleti.  Talan sjö vísar til vikudaganna og himnarnir eru ýmist dags- eða nætur-himnar, óveðurs- eða blíðviðris-himnar.  

Tíminn líður,  dagur tekur við af degi, veður af veðri. Lífið er hringrás.

bottom of page