top of page
BRÚARÁ
Á sýningunni Verk, hlutur, hlutverk í Listasafni ASÍ í Ásmundarsal veltu tveir málarar og tveir hönnuðir fyrir sér mörkum hönnunar og myndlistar. Þannig kviknaði sú hugmynd hjá mér að búa til púsluspil úr málverki mínu Brúará 4. Til þess notaði ég tölvustýrða vatnsskuðarsög sem konan mín Tinna Gunnarsdóttir hafði notað við að skera út hönnun sína, dúka og mottur úr iðnaðargúmmíi. Kubbarnir voru skornir út í plastefni sem ég svo málaði með olíulitum. Þetta bauð upp á ýmsa möguleika og urðu til úr þessu lágmyndir og innsetningar.
bottom of page