top of page

MÓÐAN GRÁA

Móðan gráa-myndir af Jökulsá á Fjöllum er titill stærstu sýningar minnar um eitt vatnsfall.  Þar „kafaði“ ég í Jökulsá á Fjöllum með olíumálverkum,  vatnslitamyndum og ljósmyndum.  Sýningin var í Listasafni ASÍ í Ásmundarsal í öllum sölum hússins. 

Grámi, þungi, kraftur og dulúð stafar af Jökulsá á fjöllum.  Grámanum gerði ég skil í litlum olíuverkum á tréplötur og ólgunni og kraftinum í mjög stóru olíumálverki og óvenju stórum vatnslitaverkum. 

Dulúðina dró ég fram með því að spegla og bjaga ljósmyndir af iðuköstum og straumröstum árinnar . Úr varð myndaröðin Jökulsárárar  þar sem kynjaskepnur stíga fram. Árar og púkar. 

bottom of page