top of page

SJÖTTA SVÍTAN

 

Ég hef lengi haft áhuga á tengslum tónlistar og lita. Að mörgu leyti skynjum við liti og tóna á sambærilegann hátt. Orðaforðinn sem við notum til að lýsa tónum og litum er að miklu leyti sá sami. Talað er um liti og litbrigði í tónlist og tóna í litum, litatóna.

Ég hef um árabil stundað tilraunakennda litafræðikennslu við Myndlistaskólann í Reykjavík  og hef fengið nemendur til að tengja tónlist og liti saman. Nemendur hafa hlustað á tónlist og dregið upp úr henni þá liti sem kvikna við hlustunina.

Hugmyndin Hljóðmynd-Sjötta svítan varð til í samtali milli mín og Ólafar Sigursveinsdóttur sellóleikara þar sem aðdáun okkar á verkum Bachs kom fram.

Vinnuaðferð mín var sú að ég hlustaði endurtekið á verkið, einn kafla í einu og dró upp úr verkinu þá liti sem ég „heyrði“. Ég fann litina með „litaveiðara“ í Photohshop foritinu og settir niður í kerfi randa. Litina blandaði ég svo og málaði á renninga eða stangir 220cm háar og 3-12 cm breiðar. Við litblöndunina kemur áratugalöng reynsla mín sem náttúrumálara sér vel. Stangirnar sem eru 46 talsins mynda eina heild sem þrívítt , kínetískt, málverk, þar sem allar hliðar eru málaðar í litatónum Bachs. 

bottom of page