top of page

VATNSLITUR

 

Smám saman hefur vatnslitur orðið mér mikilvægari miðill. Hann er vanmetinn og vannýttur í samtímalist.  Hefðbundið er að nota vatnslitinn við skissugerð og undirbúning stærri verka í aðra miðla. Vatnslitur hefur kvikt eðli og það getur verið erfitt að hemja hann. Vatnsliturinn er nálægur náttúrunni, litarefni og vatn. Litarefni unninn úr steinum eða jurtum. Flötur málaður með vatnslit er ekki bara flötur heldur líka uppþornaður pollur. Í náttúrutengdum verkum mínum gegnir liturinn því ekki aðeins því hlutverki að segja frá náttúru heldur er hann sjálfur náttúra. Ef vatnslitnum er gefinn örlítið laus taumur fangar hann síhreyfinguna, flúxið í heiminum og tengist grundvallarlögmálunum, verður partur af náttúrulegu ferli. Þannig getur vatnsliturinn samtímis túlkað og verið náttúra.

bottom of page